Aðstandendur – Börn

hjarta.jpgNámskeið Ljóssins og Foreldrahúss, styrkt af Velferðarsjóði barna.

Á fyrsta fundinn eru foreldrar eða náinn aðstandandi velkomin með.

Námskeiðið er fyrir börn og einnig unglinga sem eiga það sameiginlegt að vera aðstandendur. Börnin fá tækifæri að upplifa, skapa og tjá sig í gegnum leik og verkefni í öruggu og styðjandi umhverfi. Lögð er áhersla á að mæta þörfum hópsins og hvers og eins innan hans.

Hópunum er aldursskipt.  Aldur 6-9 ára og 10-13 ára.

Leiðbeinendur: Elísabet Lorange, listmeðferðarfræðingur og Helga Jóna Sigurðardóttir, iðjuþjálfi og fjölskyldumeðferðafræðingur.

1.-3. tími  TRAUST

 • Sjálfstraust
 • Hugrekki
 • Treysta öðrum
 • Treysta aðstæðum

4-6. tími  TENGSL

 • Félagslegur og tilfinningalegur lærdómur
 • Samskipti
 • Samvinna
 • Tjáning
 • Samkennd

7-9. tími  SJÁLFSÞEKKING

 • Aukin meðvitund varðandi færni, líðan og samskipti
 • Yfirfærsla á daglegt líf
 • Jákvæð reynsla

10. tími

 • Síðasti tíminn
 • Foreldar og systkini koma með og er ætlunin að allir hafa gaman saman

Næsta námskeið

Nýtt námskeið hefst 8. febrúar 2018

Fimmtudagar kl. 16:30 – 18:00
10 vikur

Fjöldi: 8-12 einstaklingar

Umsjón: Elísabet Lorange, listmeðferðarfræðingur og Helga Jóna Sigurðardóttir, iðjuþjálfi.

Skráning og upplýsingar í síma 561-3770