Aðstandendur 14-16 ára

Vandað námskeið fyrir unga aðstandendur krabbameinsgreinda sem eru á aldrinum 14-16 ára.

Á námskeiðinu verður farið í ýmsa uppbyggjandi þætti til að styðja og styrkja ungmenni sem eiga nákomna aðstandendur með krabbamein.  Skemmtilegt og fræðandi hópastarf þar sem markmiðið er að:

  • Efla sjálfstraust
  • Takast á við erfiðleika
  • Læra leiðir til að slaka á og minnka streitu
  • Koma auga á eigin styrkleika
  • Hlægja og hafa gaman

Gestakennarar á námskeiðinu eru Bjarni Snæbjörnsson leikari og leikstjóri og Björk Guðmundsdóttir spunaleikkona.

Næsta námskeið

Nýtt námskeið hefst 19. febrúar 2018

Mánudagar kl. 19:30 – 21:30

5 vikur

Umsjón: Kristín Berta Guðnadóttir 

Félagsráðgjafi, fjölskyldufræðingur, yogakennari og alþjóðlegur creativity kennari.

Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu

Skráning og upplýsingar í síma 561-3770