Ljósablaðið 2018

Ljósablðið 2018

Ljósablaðið 2018 er fullt af áhugaverðu efni

Ferðalög ljósbera, samvinna við Barnaspítalann og fyrsta heimsókn heilbrigðisráðherra í Ljósið eru meðal spennandi umfjöllunarefna 12. útgáfu Ljósablaðsins sem nú er komin út.

Þar má einnig finna greinar eftir fagfólk Ljóssins, viðtöl við Ljósbera, brot úr  verkefnum og viðburðum sem Ljósið hefur staðið fyrir og tekið þátt í frá því að síðasta blað kom út.

Blaðið er á leiðinni til Ljósavina og einnig mun það liggja víða frammi. Áhugasamir geta nálgast blaðið hjá okkur í Ljósinu að Langholtsvegi 43 og eins er hægt að senda okkur línu eða hringja í síma 561-3770 og óska eftir að fá það sent.

Blaðið má einnig skoða hér sem pdf Ljósablaðið 2018

Ritstjóri og höfundur efnis er Sigurður Ólafsson og er blaðið prentað í Litlaprenti.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.