Það er um að gera að nýta hvert tækifæri sem gefst til að gleðjast og ef enginn eru tilefnin þá er um að gera að búa þau til. Þess vegna höfum við í Ljósinu nú blásið til Vorhátíðar þriðjudaginn 29. maí á pallinum okkar góða. Við höfum staðið í ströngum samningaumræðum við veðurguðina og þeir hafa lofað að gera sitt allra, allra besta og við höfum mikla trú á þeim. Þess vegna ætlum að grilla SS pylsur, hlusta á nokkur vel valin lög sem Sverrir Bergmann ætlar að flytja okkur, fá okkur köku og kaffi, hlægja, spjalla, blása sápukúlur, fíflast aðeins og njóta þess að vera saman.

Ljósberar og aðstandendur þeirra eru hvattir til að mæta. Hátíðin hefst kl. 12 og stendur til kl. 16

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.