Lyklakippan Lüx til styrktar Ljósinu

Í frumkvöðlaáfanga í Fjölbrautarskólanum í Garðabæ tóku þrjár ungar stúlkur sig til og hönnuðu og létu framleiða fyrir sig lyklakippu úr birkikrossvið.

Á lyklakippuna er búið að skera út orðið ,,Bellator“ sem er latneska og þýðir hetja. Ástæðan fyrir valinu á þessu orði er sú að það er einkennandi fyrir þá sem eru að kljást við krabbamein. Allur ágóði af sölu lyklakippunnar rennur til Ljóssins og kunnum við þeim stöllum okkar allra bestu þakkir fyrir að hugsa til okkar og styðja við bakið á starfsemi okkar með þessum hætti.

Þessar ungu konur eiga greinilega framtíðin fyrir sér og ekki skemmir að vera með svona gott hjartalag. Takk fyrir okkur stelpur og takk allir þeir sem hafa eða eiga eftir að kaupa Lüx lyklakippu til styrktar Ljósinu. Þær má nálgast hér hjá okkur á Langholtsvegi 43 og það er opið hjá okkur til kl. 16 alla virka daga.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.