Virkjaðu orkuna til lífsgæða og árangurs – námskeið

Miðvikudaginn 23. maí n.k. verður boðið upp á tveggja tíma námskeið í Ljósinu og ber námskeiðið yfirskriftina ,,Virkjaðu orkuna til lífsgæða og árangurs“.  Á námskeiðinu verður leitast við að kenna þátttakendum að nota dagbók til að hjálpa við forgangsröðun og minnka þannig líkur á að álag og stress taki völdin. Markmiðið er að hámarka líkur á að hver dagur verði til aukinnar hamingju og árangurs.  Frábært veganesti inni í sumarið.

Leiðbeinandi á námskeiðinu er Ragnheiður Agnarsdóttir stofnandi Heilsufélagsins.  Ragnheiður hefur brennandi áhuga á hinum gullna meðalveg árangurs, lífsgæða, heilsu og hamingju.

Skráning er hafin á námskeiðið sem er þátttakendum að kostnaðarlausu. Hægt er að skrá sig með því að smella hér og senda okkur tölvupóst eða með því að hringja í síma 561-3770

Umsögn þátttakanda

,, Mjög skýr og góð framsetning á efni og þægilegt að hlusta á fyrirlesara. Bókin er mjög sniðug og gerir verkefnið enn áþreifanlegra og meira spennandi „

 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.