Ýmis námskeið fyrir aðstandendur krabbameinsgreindra

Nú eru að hefjast hjá okkur ýmsir dagskrárliðir fyrir aðstandendur krabbameinsgreindra sem vert er að vekja athygli á.  Eins og þeir sem til þekkja þá snertir krabbamein alla fjölskylduna og nærumhverfi, ef einn greinist. Þessum einstaklingum höfum við í Ljósinu beint athyglinni að til fjölda ára, samhliða krabbameinsgreindum því þörfin er brýn og það sýnir sig best á þeim fjölda sem til okkar sækir.

Á miðvikudaginn kemur, þann 24. janúar hefst námskeið fyrir aðstandendur krabbameinsgreindra 20 ára og eldri. Námskeiðið stendur í sex vikur, einu sinni í viku frá kl. 16:30-18:30. Umsjón með námskeiðinu hefur Kristín Ósk sálfræðingur og Helga Jóna, fjölskyldumeðferðarfræðingur og iðjuþjálfi.  Til að lesa meira um námskeiðið, smelltu hér.  Enn eru örfá sæti laus og áhugasamir eru hvattir til að skrá sig í síma 561-3770.

Þátttakendur á þessu námskeiði hafa meðal annars látið þessi orð falla um námskeiðin.

,,gagnlegt að læra um samskipti við veikan ástvin“ og ,, geri mér betur grein fyrir eigin líða og hversu mikilvægt er að hlúa að mér sem aðstandenda“ 

Einnig viljum við vekja athygli á jafningjahóp fyrir unga maka á aldrinum 20-45 ára. Í þessum hóp er skapaður vettvangur fyrir maka krabbameinsgreindra til að ræða ýmislegt sem viðkemur daglegu lífi því þörf aðstandenda til að tjá sig er oft á tíðum ekki síðri en þess greinda. Hópurinn hittist einu sinni í mánuði, á mánudögum frá kl. 17-18:30 og starfar undir handleiðslu Kristínar Óskar sálfræðing. Áhugasamir eru hvattir til að vera í sambandi í síma 561-3770. Smelltu hér til að lesa meira.

Framundan eru svo okkar sívinsælu barnanámskeið frá börn á aldrinum 6-13 ára. Næsta námskeið hefst 8. febrúar og stendur í 10 vikur. Skráning í síma 561-3770

Í deiglunni eru einnig námskeið fyrir táninga og munum við auglýsa þau betur þegar nær dregur. Hægt er að skrá sig á þessi námskeið í síma 561-3770 og við munum verða í sambandi þegar frekari upplýsingar liggja fyrir.

 

 

 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.