Fyrirlestur um jákvæðni og markmið

Þriðjudagsfyrirlestrarnir sem hófu göngu sína um síðustu áramót mæltust svo vel fyrir að ákveðið var að halda þeim áfram þennan veturinn. Fyrsti fyrirlesturinn á haustönn verður þriðjudaginn 26. september n.k. kl. 14 í húsnæði Ljóssins við Langholtsveg 43.  Þá mun dáðadrengurinn Pálmar Ragnarson koma og ræða um jákvæð samskipti, markmið og sína reynslu af því hvernig er að greinast með sjúkdóm og þau markmið sem hann setti sér í tengslum við það.

Áhugaverður og skemmtilegur fyrirlestur sem við hvetjum þig til koma og hlusta á en Pálmar hefur fengið góða dóma fyrir áhugaverða og líflega fyrirlestra.

Hér má svo sjá þær dagsetningar sem ætlunin er að hafa fyrirlestrana á í vetur.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.