Veiðiferð Ljóssins

Á miðvikudaginn kemur, þann 7. júní kl. 14 verður farið í veiðiferð í Vífilstaðavatn í Garðabæ. Lagt verður af stað frá Ljósinu um kl: 13:30 og eins er hægt að hittast við syðra bílaplanið um kl. 14.  Skráning er hafin í Ljósinu og Ljósberar eru hvattir til að skrá sig með því að senda okkur tölvupóst á ljosid@ljosid.is eða hringja í síma 561-3770.  Þeir sem eiga stangir eru hvattir til að taka þær með, en við verðum með auka stangir fyrir þá sem þurfa. Hlífðarfatnaður eins og gleraugu og húfa / derhúfa eru nauðsynleg.

Hálft í hvoru má líta á þessa ferð sem slútt á fluguhnýtingum vetrarins og kastnámskeiðum á vegum Ljóssins sem haldin voru nýverið. Stefán Bjarni Hjaltested flugukastkennari tók að sér að aðstoða áhugasama kastara og bæði leiðbeina og leiðrétta köst og nú gefst tækifæri til að æfa köstin, prófa flugurnar og hugsanlega fara einhverjir heim með fisk á pönnuna.

 

 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.