Fræðslufyrirlestrar, mánudag í Ljósinu

Undanfarin vor hefur Ljósið staðið fyrir flottum fræðsufyrirlestrum og hafa þeir verið afar vel sóttir. Þetta árið er engin undanteknin og nú höfum við fengið til liðs við okkur öfluga einstaklinga sem verða með spennandi og fræðandi fyrirlestra.

Fyrirlestrarnir fara fram í húsnæði Ljóssins við Langholtsveg 43. Dagskráin hefst kl. 17 og stendur til kl.20 og er sem hér segir.

Dagskrá

17:00 Að auka vellíðan með aðferðum jákvæðrar sálfræði

Ingrid Kuhlmann frá Þekkingarmiðlun

17:30 Samskipti og samlíf

Áslaug Kristjánsdóttir kynfræðingur

18:15 Af hverju fáum við krabbamein?

Helgi Sigurðsson prófessor í krabbameinslækningum

18:45 Að vera ungur maki – Hjörtur Freyr Vigfússon segir frá reynslu fjölskyldunnar þegar eiginkonan greindist með krabbamein

19:15 – 20:00 Spjall og huggulegheit  –  kaffi og konfekt

Dagskrárstjóri er Matti Ósvald, markþjálfi.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.