Fræðslukvöld ungliðahóps Ljóssins, SKB og Krafts

Fimmtudagskvöldið 9. mars næstkomandi kl. 19:30 ætlar Pálmar Ragnarsson að koma til okkar í Ljósið á motivation kvöld Ungliðahóps Ljóssins, Krafts og SKB og halda fyrirlestur um jákvæða nálgun í samskiptum.

Hann fjallar um aðferðir og reynslu sína við þjálfun barna og unglinga, en hann hefur yfir 10 ára reynslu af körfuknattleiksþjálfun barna og ungmenna, með einstökum árangri. Aðal áherslan er umfjöllun um jákvæða nálgun í samskiptum, móttaka nýrra iðkenda, samskipti við foreldra og fleira.

Inn í fyrirlesturinn mun Pálmar blanda reynslu sinni af stjórnunarstörfum með fullorðið fólk og veltir upp þeirri hugmynd hvort sömu aðferðir í samskiptum geti einnig reynst vel á vinnumarkaðinum.
Pálmar stýrði meistaramánuði Íslandsbanka núna í ferbrúar síðastliðnum þar sem hver og einn gat sett sér markmið, skorað á sig og reynt að vera besta útgáfan af sjálfum sér. Eins var hann annar af umsjónarmönnum Íþróttalífsins á RÚV veturinn 2015.
Þetta eru virkilega hvetjandi, skemmtilegir og jákvæðir fyrirlestrar sem hafa fengið mikið umtal og skilja gott eftir sig. Því hvetjum við alla til að skrá sig á viðburðinn því þetta er eitthvað  sem allir hafa gaman af og enginn vill missa af.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.