Mottudagurinn 11. mars

mottudagurinn.jpgVið sýnum samstöðu hér í Ljósinu og tökum þátt, endilega látið sjá ykkur – hver veit nema eitthvað gómsætt verði á borðum.  Hlökkum til að sjá ykkur.

MOTTUDAGURINN 11. MARS

Föstudaginn 11. mars 2016 hvetur Krabbameinsfélagið alla landsmenn, konur og karla, til að halda upp á Mottudaginn með því að leyfa karlmennskunni að skína sem aldrei fyrr!

Á Mottudeginum látum við ímyndunaraflið ráða för og skörtum öllu mögulegu tengdu karlmanninum, fatnaði, höfuðfötum, gerviskeggi o.s.f. og hvetjum alla landsmen til að gera slíkt hið sama. Leyfum karlmennskunni að njóta sín þennan dag. Hvetjum vini, vandamenn og samstarfsfélaga að taka þátt í átakinu og ekki væri verra ef starfsmenn vinnustaða tækju sig saman og efndu til skemmtilegra leikja í tengslum við daginn! Krabbameinsfélagið hvetur hópa til að gera eitthvað skemmtilegt saman og láta mynda sig á ýmsan hátt og senda á mottumars@krabb.is eða setja á Facebooksíðu átaksins.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.