Þegar foreldri fær krabbamein

foreldri-krabbamein.jpgVið vekjum athylgi á þessari flottu bók. "Þegar foreldri fær krabbamein" er til sölu hjá Krafti "félag ungra krabbameinsgreindra". Barnabókin "Begga og áhyggjubollinn" fylgir með bókinni. Bók sem lengi hefur verið þörf fyrir en er nú loksins fáanleg.

Í bókinni Þegar foreldri fær krabbamein er fjallað á hreinskilinn og nærfærinn hátt um það krefjandi verkefni að ala upp börn og lifa gefandi fjölskyldulífi þegar foreldri glímir við krabbamein. Bókinni er ætlað að auðvelda foreldrum og aðstandendum að ræða við börn um erfið veikindi og takast á við það sem þeim fylgir.

Það verður svo kynning á bókinni í Ljósinu. Nánar auglýst síðar.

Hægt er að kaupa bókina á sérstöku tilboði hjá Krafti, Skógarhlíð 8. Nánari upplýsingar á kraftur@kraftur.org og í síma 866-9600

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.