Nýtt námskeið í Ljósinu

Hvernig getum við verið skaparar að lífi okkar og upplifunum?

Þriðjudagar kl. 13:00-15gegga.jpg:00

20 – 27 maí og 3. júní – 3. skipti.

Umsjón: Gegga Birgisdóttir hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir. Hún starfar nú á geðsviði LSH, og er með B.A. próf í myndlist og er frumkvöðull og hugmyndasmiður Smilers.

“Þú” sem “smiler”

Hugmyndafræði smilers útskýrir hvernig þú getur skapað þér meiri hamingju í dag en í gær. Við erum hugur, líkami og sál en gleymum oft þessu síðasttalda… sem er þó grunnur ALLS!

Gegga trúir því að öll séum við hönnuðir – skaparar að lífi okkar og upplifunum. Verkfærin eiga allir; hugsun, orð og athöfn – og endalausa möguleika. Að vera meðvituð um mátt okkar og megin er mikil gjöf sem breytir lífi okkar í þá átt sem við veljum. Allir skilja bros, það er án takmarkana, þarfnast ekki tungumáls og er tákn um kærleika um allan heim. Smiler hlaut viðurkenningu Euwiin 2011, samtaka frumkvöðla kvenna í Evrópu. Gegga er að skrifa bók um hugmyndafræðina á bak við Smiler.

Takmarkaður fjöldi – vinsamlegast skráið ykkur hjá Ljósinu í síma 5613770 sem fyrst.

Námskeiðsgjald 3000,-

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.