Nýtt námskeið í Ljósinu
Aftur til vinnu

nytt_lif.jpgNámskeiðið er lokað námskeið fyrir fólk (að hámarki 10 manns í einu) sem er að fara aftur til vinnu eða í nám innan 6 mánaða.

Markmiðið er að fólk fái fræðslu og stuðning sem stuðlar að því að undirbúa sig til vinnu á ný eftir veikindaferli.                                                                 

Hjúkrunarfræðingur, iðjuþjálfi, sjúkraþjálfari og ráðgjafi í næringu veita viðtöl og persónulega markmiðssetningu í gegnum námskeiðið. 

Umsjón: Rannveig Björk Gylfadóttir og Unnur María Þorvarðadóttir

Skráning og upplýsingar í Ljósinu í síma 5613770


 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.