Þakkir til allra sem tóku þátt í Ljósadeginum okkar.

Föstudagurinn 28 maí rann upp bjartur og sólríkur. Þorsteinn Jakobsson hóf gönguna á 10 tinda kl. 5:00 um morguninn.  Hann hafði sett markið á 13 klukkutíma en lauk göngunni á 12 og ½ tíma.

Á meðan Steini gékk á fjöllin þá var margt um manninn í húsakynnum Ljóssins að Langholtsvegi 43 eða  á fjórða hundrað manns semlögðu leið sína í Ljósið og margir gæddu sér á ljúffengri grænmetissúpu og afmælisköku.  Á meðan spiluðu þau Árni Ísleifsson á harmonikku og svo Ásstíðarkvartettinn frá  Sinfoníuhljómsveit Íslands.  Fyrr um morguninn kom hópur af útskriftarnemum úr leikskólanum Ásborg og söng fyrir gesti og gangandi.

Eftir hádegið hittist stór hópur fólks við Esjustofu og hlýddu á söng frá frábærum listamönnum undir stjórn Valgeirs Skagfjörð, þar var frumflutt yndislegt ljóð og lag um Ljósið eftir Erlu Hallsdóttur og Valgeir.

Bylgjubíllinn var á staðnum allan daginn með Hemma Gunn og Þorgeir Ásvalds innanborðs, þeir tóku viðtöl og gerðu deginum góð skil á Bylgjunni.

Innilegar þakkir til ykkar allra sem komuð og tókuð þátt í þessum degi, margir lögðu hönd á plóginn til að gera þennan dag skemmtilegan og umfram allt ógleymanlegan.

Látum Ljósið skína

Ennþá er hægt að styrkja Ljósið með því að hringja í númerin

9071001-(1.000 kr) , 907-1003 (3.000),  907-1005 (5000 kr) sem dregst af símareikningi.

Hægt verður að hringja til 4.júní

dagur_ljossins.1.jpg

dagur_ljossins.2.jpg

dagur_ljossins.3jpg.jpg

dagur_ljossins.4.jpg

dagur_ljossins_5.jpg

dagur_ljossins_6.jpg

dagur_ljossins.7.jpg

dagur_ljossins.8.jpg

dagur_ljossins_9.jpg

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.