Ungliðahópur Ljóssins,Krafts og SKB

funky_young_people.jpg
 

Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna (SKB), Ljósið endurhæfingar og stuðningsmiðstöð og Kraftur hafa tekið höndum saman um að halda úti metnaðarfullri dagskrá fyrir ungliða á aldrinum 18 til 29 ára frá og með næsta hausti.

Vel heppnaður kynningarfundur var haldinn  sl. miðvikudag þar sem um 20 ungmenni mættu.

Félögin kynntu starfsemi sína og fengu um leið hugmyndir frá ungliðunum í púkkið fyrir komandi starfsár.  

Í ungliðastarfi komandi starfsárs (haust 2010-vors 2011) verður miðað við að hittast á tveggja vikna fresti, eftir hefðbundinn vinnutíma og í upphafi starfsársins verður boðið upp á óvissuferð yfir helgi til að hrista hópinn vel saman. 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.