Nudd er góð leið til slökunar og vellíðunar.  Aðstandendur eru líka velkomnir í nudd hjá Ljósinu.  Við bjóðum uppá klukkutíma heildrænt nudd og slökun á eftir. 

Gjaldið er lægra en almennt gerist eða 4.000,-  Verið að vinna að þvi að fá líka inn svæðanuddara, auglýst síðar.

pr_stone_spa.jpg

 

Heildrænt nudd tekur mið af væntingum og ástandi nuddþega hverju sinni,
slökun þegar það á við og meiri áhersla á vöðvabólgu og þreytueinkenni þar sem það er viðeigandi.

Meðferðin byggir á þeirri sýn að líkami, hugur og tilfinningar spili saman í einu og öllu og nuddmeðferðin þurfi að ná til þessa samspils. Notkun steina, volgra og kaldra, getur verið viðeigandi í sumum tilfellum til að kalla fram vellíðan og slökun.

Fjórir nuddarar eru nú að störfum í Ljósinu og öll með viðurkennd próf úr nuddskóla Íslands

Sigrún Sigurgeirsdóttir
Sif Jónsdóttir var að bætast í hópinn og hún hefur yfir 20 ára reynslu í nuddi.

Hægt að panta tíma í Ljósinu s. 5613770

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.