Dahlbollur og köld sósa með

2 dl soðnar rauðar linsur

1 dl rifnar gulrætur

1 dl rifin sellerírót

1 dl malaðar kasjúhnetur

1 búnt ferskur kóríander, smátt saxaður

2 msk magnó chutney (þitt uppáhalds)

2 tsk karrýduft (t.d. það lífræna frá Herbaria)

1 tsk ger-, msg-, glútenlaus grænmetiskraftur*

½ tsk himalaya/sjávarsalt

smá cayenne pipar ef vill

Hitið ofninn í 200°C, allt er sett í hrærivél og hrært saman. Síðan notið þið ískúluskeið (með sjálfvirkum sleppara) til að móta bollurnar, sem þið setjið í á bökunarplötu og bakið í ofninum við 200°C í um 15 mín eða þar til þær eru orðna gylltar og stökkar á yfirborðinu

Köld sósa með bollunum

2 msk sítrónusafi

1 dl kókosvatn

¼ tsk cayenne eða chilli duft

1 hvítlauksrif, pressað

2 cm biti fersk engiferrót, söxuð

¼ tsk himalaya/sjávarsalt

1 búnt ferskur kóríander

½ búnt ferskur basil, stöngullinn fjarlægður

¼ búnt fersk mynta, stöngullinn fjarlægður

Setjið allt í blandara og blandið vel saman.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.